Styrkir til plöntukaupa

Hitaveita Dalvíkur leggur árlega fjárhæð í sjóð til skógræktarmála. Einstaklingum og félögum í Dalvíkurbyggð gefst kostur á að sækja um styrk til plöntukaupa úr þessum sjóði. Í umsókninni skal eftirfarandi koma fram:

Stærð og lýsing á landi eða svæði sem planta skal í.
Tilgangur útplöntunar.
Fjöldi plantna sem sótt er um.
Trjátegundir.
Helsta ástæða umsóknar.
Hvernig standa skal að útplöntum.
Umsóknum skal skila til Þjónustuvers Dalvíkurbyggðar, merktum Garðyrkjustjóra fyrir 17. apríl.
Frekari upplýsingar gefur Garðyrkjustjóri í síma 898 3490

Garðyrkjustjóri Dalvíkurbyggðar.