Styrkir til nýsköpunar og þróunar

Vaxtarsamningur Eyjafjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki. Styrkir verða veittir til skilgreindra verkefna sem líkleg eru til að efla nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífs á Eyjafjarðarsvæðinu.


Styrkhæf verkefni eru rannsóknar- þróunar- og nýsköpunarverkefni sem markvisst stefna að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Verkefni skulu vera unnin í samstarfi að lágmarki þriggja aðila. Umsóknir skulu berast fyrir 1. júní.


Umsóknareyðublað og frekari upplýsingar, m.a. um styrkhæfan kostnað, forsendur og verklag styrkveitinga, má nálgast á www.afe.is/is/vaxey , eða hjá Elínu Aradóttur verkefnastjóra í síma 460 5701, elin@afe.is.

Kynningarfundir
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Tækniþróunarsjóð boða til kynningarfunda um styrki til þróunar- og nýsköpunarverkefna.


• Fös. 11. maí: Bláa húsið við Rauðku, Siglufirði, kl. 12:00-13:00


• Þri. 15. maí: Hótel KEA Akureyri, kl. 12:00-13:00


Fundurinn er ætlaður forsvarsmönnum fyrirtækja, frumkvöðlum og öðrum áhugasömum um nýsköpun og eflingu atvinnulífs á Eyjafjarðarsvæðinu.


Dagskrá:
1. Elín Aradóttir kynnir styrki úr Vaxtarsamningi Eyjafjarðar
2. Guðmundur Óli Hilmisson kynnir styrki á vegum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
3. Björn Víkingur Ágústsson kynnir styrki á vegum Tækniþróunarsjóðs
4. Fyrirspurnir og umræður


Súpa framreidd kl. 11:45. Aðgangur ókeypis.