Strandlengjan á Dalvík frá Ísstöð að Árkjafti.

Strandlengjan á Dalvík frá Ísstöð að Árkjafti.

Dalvíkurbyggð í samvinnu við Önnu Kristínu Guðmundsdóttur landslagsarkítekt hjá Landslagi vilja bjóða áhugasömum íbúum að taka þátt í hugarflugsvinnu tengda strandlengjunni á Dalvík. Nú er að hefjast vinna við að skipuleggja og hanna þetta svæði með aðgengi og aðdráttarafl fyrir bæði íbúa og gesti í huga og er þetta fyrsti áfanginn. Í ferlinu öllu er gert ráð fyrir virkri þátttöku íbúa og er kominn rafrænn hugmyndakassi á heimasíðu Dalvíkurbyggðar fyrir ykkar hugmyndir. Einnig hefur verið komið fyrir plakötum til þess að skrifa hugmyndir á í Kjörbúðinni, Menningarhúsinu Bergi & Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar. 
Við hvetjum íbúa til þess að rita hugmyndir og skila inn öllu sem ykkur dettur í hug varðandi strandlengjuna, hægt er að skila inn hugmyndum nafnlaust.
Hér má sjá dæmi um plakötin sem hengd voru upp.