Stóra upplestrarkeppnin í Dalvíkurskóla

Undankeppni Stóru Upplestrarkeppninnar fór fram í Dalvíkurskóla í dag, 5. mars. Fimmtán nemendur tóku þátt og þeir stóðu sig allir með mikilli prýði. Fjórir nemendur voru valdir til að taka þátt í lokakeppninni sem fram fer í Ólafsfjarðarkirkju þann 15. mars. Eftirtaldir nemendur voru valdir: Hjörvar Óli Sigurðsson, Melkorka María Guðmundsdóttir, Björgvin Theodór Arnarson og Kristín Valsdóttir (tekið af heimasíðu Dalvíkurskóla).