Stofnfundur Húsabakka ehf.

Stofnfundur Húsabakka ehf.

Á hlaupársdag, 29. febrúar 2012 var stofnað að Rimum einkahlutafélagið Húsabakki ehf., um rekstur á gistingu, tjaldstæði og veitingaþjónustu á Húsabakka. Um 30 manns voru á stofnfundi. Að undanförnu hefur staðið yfir söfnun hlutafjár fyrir nýja félagið. Húsabakkahópurinn svokallaði með Kolbrúnu Reynisdóttur í broddi fylkingar setti sér 5 milljón kr. lágmark á hlutafé og er skemmst frá því að segja að það lágmark náðist og ríflega það. Auk þess fékk félagið styrk upp á 500 þús. kr. frá Kvenfélaginu Tilraun sem ætlað er að fari m.a. í umhirðu á skógarreitnum á Húsabakka sem kvenfélagskonur höfðu veg og vanda að. Stjórn Húsabakka ehf. skipa. Páll Sigurþór Jónsson, Elín Gísladóttir og Hjörleifur Hjartarson. Í varastjórn eru Trausti Þórisson og Sólveig Lilja Sigurðardóttir. Famkvæmdastjóri félagsins er Kolbrún Reynisdóttir.