Stóðréttir, eftirleitir og dansiball í Svarfaðardal

Um helgina verða stóðgöngur og eftirleitir í Sveinstaðaafrétt. Gengið verður á föstudag 30.sept og lagt verður af stað frá Stekkjarhúsi um kl 11:30. Þeir sem hafa áhuga að slást í hópinn eru því velkomnir þangað.

Á laugardag 1. okt. er áætlað að reka í safnhólf við Tungurétt um kl 12:00 og áætlað að réttarstörf hefjist um kl 13:00

Um kvöldið (laugardagskvöld 1.okt) verður svo slegið upp dansiballi að Rimum (við Húsabakka) þar sem þeir félagar Stulli og Dúi munu halda upp fjörinu fram eftir nóttu. Húsið opnar kl 23:00, aðgangseyrir er kr 2000 - 16 ára aldurstakmark.