Starfsmaður á Fjármála- og stjórnsýslusviði - spennandi tímabundið starf

Starfsmaður á Fjármála- og stjórnsýslusviði - spennandi tímabundið starf

Dalvíkurbyggð auglýsir laust til umsóknar tímabundið starf við afleysingar í bókhaldi og/eða launavinnslu á Fjármála- og stjórnsýslusviði. Um er að ræða 100% starf í allt að 9,5 mánuði. Markmið með starfinu er að leysa verkefni er falla aðallega undir starf aðalbókara og/eða launafulltrúa. Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn að aðlaga sig að breyttu starfsumhverfi á hverjum tíma. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að takast á við fjölbreytt og krefjandi starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Starfssvið:

  • Reikningshald og skráning bókhalds.
  • Uppgjör og frágangur bókhalds.
  • Afstemmingar og skilagreinar.
  • Ýmis úrvinnsla, skýrslur og greining gagna.
  • Launavinnsla og frágangur launa.
  • Þátttaka í áætlunargerð.
  • Eftirfylgni og upplýsingagjöf.
  • Önnur verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi, háskólapróf og/eða viðkenndur bókari er kostur.
  • Góð þekking og reynsla af sambærilegum störfum er skilyrði.
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga, er kostur.
  • Færni í notkun upplýsingatækni , þekking á Navision er kostur.
  • Hæfni til að greina gögn og upplýsingar.
  • Skipulagshæfileikar, nákvæm vinnubrögð og árverkni.
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar og þjónustulund.
  • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
  • Metnaður til árangurs og jákvæðni.

 

Umsóknarfrestur er til og með 4. september 2021.

Sótt er um í gegnum íbúagátt Dalvíkurbyggðar, min.dalvikurbyggd.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Samband íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, (gp@dalvikurbyggd.is) eða í síma 8615393.