Starfslok

Starfslok

Í lok ágústmánaðar lét Íris Ólöf Sigurjónsdóttir af störfum hjá Dalvíkurbyggð eftir 16 ára starf sem forstöðumaður byggðasafnsins Hvols. Síðasta verk Írisar var að taka á móti gjöf frá Viggo Block, fallegum munum frá dvöl hans á Grænlandi en verið er að vinna að forskráningu þessara gripa.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á þessum tímamótum.