Starfsemi íþróttamiðstöðvar og stundarskrá haustið 2016

Starfsemi íþróttamiðstöðvar og stundarskrá haustið 2016

Íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar heldur kynningarviku dagana 5.-10. september þar sem tímar eru opnir öllum. Frítt er í alla tíma í kynningarviku, allir velkomnir.

Nánari skýring á fyrirkomulagi á líkamsræktartímum:


Öll námskeið eru fyrir kortahafa líkamsræktar Íþróttamiðstöðvar Dalvíkurbyggðar og eru þeim að kostnaðarlausu. Einnig verður hægt að kaupa staka tíma, en það er þá á sama gjaldi og stakt gjald í ræktina. Einnig er hægt að kaupa klippikort í ræktina og nota í þessa tíma.


Frítt fyrir alla í tímana kynningarvikuna (ekki nauðsynlegt að eiga kort)


Allir nýjir iðkendur sem vilja koma og prófa líkamsræktina í fyrsta skiptið geta fengið frían prufutíma. 

Athugið að aðrir tímar s.s. heilsuþjálfun og eru ekki innifaldir í líkamsræktarkortum og eru sjálfstæðir tímar þar sem skráning fer fram hjá þeim aðilum sem halda slík námskeið hverju sinni.

 

Neðangreindir tímar verða í boði fyrir korthafa líkamsræktar í vetur:

Morgunþrek eru þrektímar þar sem uppistaðan er stöðvaþjálfun. Blandað verður saman pöllum, hjólum og fjölbreyttum styrktaræfingum. Tilvalið að byrja daginn á hressandi æfingu.
Markhópur: Karlar og konur á öllum aldri sem vilja bæta styrk og úthald.

Stangastuð eru krefjandi tímar þar sem engin hopp eða högg eru á líkamann. Aðeins hörkuátök þar sem léttar stangir með lóðum eru notaðar. Markviss þjálfun þar sem unnið er með alla stóru vöðvahópana. „Þú nærð alvöru árangri á stuttum tíma og myndir aldrei taka svona vel á því í tækjasalnum.”
Markhópur: konur og karlar á öllum aldri, byrjendur og lengra komnir.

UFU eða Ungt Fólk á Uppleið eru tímar sem eru ætlaðir fyrir 60 ára og eldri. Einnig fyrir fólk með skerta hreyfigetu ,stoðkerfisvandamál og hjarta/æðasjúkdóma. Fjölbreyttir tímar með vönduðum þol– styrktar– og liðleikaæfingum. Líkamsrækt fólks á besta aldri hefur aukist og verið sýnilegri undanfarin ár. Líkaminn er með því dýrmætasta sem við eigum. Með markvissri og stigvaxandi þjálfun má bæta heilsu og líðan fólks á hvaða aldri sem er.

Boltar-Pilates eru tímar ætlaðir konum þar sem áhersla er lögð á að þjálfa djúpvöðva líkamans, sem gefur langa, fallega vöðva, sterkt bak, betri líkamsstöðu og aukinn liðleika. Styrkjandi, skemmtilegar og krefjandi æfingar þar sem hver og einn getur ráðið sinni ákefð.
Markhópur: konur á öllum aldri. 

Vaxtarmótun eru tímar ætlaðir konum þar sem áhersla er lögð á styrk . Fölbreyttar æfingar og góð brennsla þar sem eigin mótsaða er notuð ásamt léttum lóðum. Einnig er ávallt áhersla á miðjuæfingar og rétta líkamsbeitingu.
Markhópur: konur á öllum aldri


Tímarnir hefjast aftur 5. september 2016.


*Þeir sem eiga kort í ræktina fá aðgang í þessa tíma. Einnig verður hægt að kaupa staka tíma, en það er þá á sama gjaldi og stakt gjald í ræktina.
Frítt fyrir alla í tímana fyrstu vikuna (ekki nauðsynlegt að eiga kort)