Starfsemi að hefjast í Yogasetinu í Svarfaðardal

Nú er starfsemi að hefjast í Yogasetrinu Svarfaðardal sem fer með sól í hjarta inn í haustið. Í vetur verður boðið upp yoga, meðgönguyoga auk kynninga og námskeiða fyrir ýmsa hópa svo sem konur, óvissuferðir, vinnustaðahópa og fl.

Yoga hefst 29. september og verður kenn alla þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 18:15-19:30.

Meðgönguyoga hefst 6. október og verður kennt alla þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 16:30-18:00. Meðgönguyoga eykur mýkt og sveigjanleika, dregur úr verkjum og bætir líkamsstöðu, auðveldar djúpslökun og færir vellíðan.

Nánari upplýsingar og skráning:
Anna Dóra Hermannsdóttir yogakennari
s. 894 7788

Á sama stað er hægt að komast í höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð en það er Örn Arngrímsson skráður græðar sem er með hana. Hægt er að panta tíma hjá honum í síma 894 0824