Starf upplýsingafulltrúa laust til umsóknar

Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða til sín upplýsingafulltrúa. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starf upplýsingafulltrúa fellur undir fjármála- og stjórnsýslusvið.

Starfssvið:
  • Umsjón með og vinnsla verkefna á sviði upplýsinga-, kynningar- og stjórnsýslumála
  • Ritstjóri heimasíðu, www.dalvik.is
  • Markaðsmál og gerð upplýsingaefnis
  • Umsjón með þjónustuveri og ýmis verkefni á bæjarskrifstofu
  • Tengiliður á sviði atvinnu- og ferðamála
  • Aðkoma að gerð starfs- og fjárhagsáætlana

    Menntunar- og hæfniskröfur:
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg
  • Þekking og reynsla af sambærilegum verkefnum
  • Góð tölvukunnátta skilyrði og þekking á upplýsingatækni
  • Gott vald á íslensku í ræðu og riti
  • Skipulagshæfileikar og nákvæm vinnubrögð
  • Lipurð í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæði

    Dalvíkurbyggð er framsækið sveitarfélag við utanverðan Eyjafjörð. Þar er blómlegt og fjölbreytt atvinnu- og menningarlíf. Umhverfi er sérlega fjölskylduvænt og góðar aðstæður til útivistar jafnt sumar sem vetur.

    Frekari upplýsingar um sveitarfélagið má finna á www.dalvik.is

    Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag og samkvæmt Starfsmannastefnu Dalvíkurbyggðar. Í samræmi við jafnréttisáætlun Dalvíkurbyggðar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið.

    Umsjón með ráðningu

    Jónína Guðmundsdóttir - jonina.gudmundsdottir@capacent.is
    Halla Björk Garðarsdóttir - halla.gardarsdottir@capacent.is

    Umsóknafrestur til og með:

    17. desember 2007