Starf stuðningsfulltrúa við Árskógarskóla

Starf stuðningsfulltrúa við Árskógarskóla

Árskógarskóli leitar að stuðningsfulltrúa á leikskólastigi í 50% starf sem fyrst. Um er að ræða tímabundið starf til 1. júlí 2019. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Í Árskógarskóla eru 40 börn frá 9 mánaða aldri til og með miðstigi grunnskóla. Árskógarskóli er staðsettur við þjóðveginn, í Árskógi, 12 km frá Dalvík og 34 km frá Akureyri. Nánar um skólann á heimasíðu: http://www.dalvikurbyggd.is/arskogarskoli/

 

Stuðningsfulltrúi er nemendum skólans til aðstoðar í leik og starfi, en vinnur auk þess önnur störf innan skólans eftir því sem þau falla til. Stuðningsfulltrúi er kennara til stuðnings við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð og úrræði. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði þessara nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Metnaður til að vinna eftir fjölbreyttum og árangursríkum kennsluaðferðum
  • Hefur áhuga á vinnu með börnum og á auðvelt með samskipti við börn
  • Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að vinna í teymi
  • Frumkvæði, sjálfstæði og sveigjanleiki í vinnubrögðum
  • Hefur hreint sakarvottorð

 

Upplýsingar veitir Jónína Garðarsdóttir skólastjóri í síma 460-4971, 899-4933. Senda skal umsókn og ferilskrá á netfangið jonina.gardars@dalvikurbyggd.is og verður móttaka umsókna staðfest.

 

Umsóknarfrestur er til og með 17. janúar 2019