Starf skólaliða við Árskógarskóla

Við Árskógarskóla er laust til umsóknar 70-80% starf skólaliða.

Árskógarskóli hóf starfsemi í ágúst 2012 og er leik- og grunnskóli með um 40 nemendur á aldrinum 1 árs til 13 ára og 14 starfsmenn í tæpum 10 stöðugildum. Upplýsingar um skólann má nálgast á heimasíðunni www.dalvikurbyggd.is/arskogarskoli 

Starf skólaliða er fjölbreytt og m.a. starfar skólaliði Árskógarskóla með nemendum á leik- og grunnskólastigi í leik og námi utan og innan kennslustofu. Annast gangavörslu, frímínútnagæslu, undirbýr matar- og nestistíma og gengur frá. Auk þess sér starfsmaður um ræstingu á vinnustað, tekur á móti aðsendum mat, annast lítilsháttar innkaup. Fer í ferðir á vegum skólans og margt fleira skemmtilegt. Ekki er gert ráð fyrir matseld nema t.d. að búa til graut.


Leitað er að aðila sem:

• Hefur áhuga á vinnu með börnum og á auðvelt með samskipti við börn.
• Hefur til að bera góða samskiptahæfni.
• Getur unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði.
• Hefur áhuga á að taka þátt í mótun nýs skóla og er tilbúinn til að taka að sér fjölbreytt verkefni.
• Hefur gleði og umhyggju að leiðarljósi.
• Er snyrtilegur og ber mikla virðingu fyrir umhverfi skólans innan hans sem utan.
• Er reglusamur og samviskusamur.
• Hefur hreint sakarvottorð.

Allar nánari upplýsingar gefur Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skólastjóri í síma 460-4971 eða gunnthore@dalvikurbyggd.is .

Senda skal umsókn og ferilskrá á netfangið gunnthore@dalvikurbyggd.is  og verður móttaka umsókna staðfest.


Umsóknarfrestur er til 14. apríl 2014