Starf hafnavarðar er laust til umsóknar

Starf hafnavarðar við hafnir Dalvíkurbyggðar er laust til umsóknar. Um er að ræða 100% starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst, helst frá 1. september.

Hæfniskröfur: Góð tölvukunnátta, almenn menntun sem nýtist í starfi, skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði, ákveðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
Vegna eðlis starfsins er mikilvægt að viðkomandi búi á starfssvæði hafnanna.

Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag og samkvæmt starfsmannastefnu Dalvíkurbyggðar.

Umsóknarfrestur er til og með 23. ágúst.

Nánari upplýsingar gefur hafnastjóri, Svanfríður Jónasdóttir í síma 460 4902.