Starf forstöðumanns vinnuskóla

Fræðslu- og menningarsvið Dalvíkurbyggðar auglýsir laust starf forstöðumanns vinnuskóla.


Umsóknarfrestur er til og með 16. mars 2014.


Um er að ræða nýtt starf í mikilli mótun. Dalvíkurbyggð er fjölmenningarlegt samfélag og þarf viðkomandi að vera góð fyrirmynd og sterkur leiðtogi. Gildi sviðsins eru virðing, metnaður og jákvæðni.


Starfstími er frá 1.maí – 31. ágúst 2014


Menntunar- og hæfniskröfur:
• Hafið sé háskólanám sem nýtist í starfi, kostur ef um uppeldismenntun er að ræða
• Brennandi áhugi af störfum með ungmennum er nauðsynlegur
• Reynsla af störfum með ungmennum er kostur
• Góð samskiptahæfni, skipulags¬færni og eiga gott með að hafa yfirsýn
• Hæfni til að stuðla að jafnræði og réttlæti í samfélaginu
• Einlægur áhugi á umhverfismálum
• Bílpróf
• Hreint sakavottorð

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á minni Dalvíkurbyggð, http://min.dalvikurbyggd.is/  
Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið og sýn á góðan vinnuskóla.

Nánari upplýsingar veitir Gísli Rúnar Gylfason (gislirunar@dalvikurbyggd.is ), íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar