Starf félagsmálastjóra Dalvíkurbyggðar laust til umsóknar

Dalvíkurbyggð óskar eftir að að ráða til sín félagsmálastjóra til að vinna að og bera ábyrgð á starfsemi er heyrir undir félagsmálasvið sveitarfélagsins.

Starfssvið:

  • Aðkoma að stefnumótun og gerð starfsáætlana 
  • Gerð fjárhagsáætlana og eftirlit með útgjöldum
  • Umsjón og rekstur fjölskyldusviðs félagsþjónustu
  • Umsjón og eftirlit með málefnum fatlaðra, málefnum aldraðra, dagvistunarmálum, húsnæðismálum og vinnumiðlun
  • Samstarf við Ólafsfjarðarbæ á sviði félags- og skólaþjónustu
  • Önnur störf á sviði félagsmála

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun í félagsráðgjöf eða sambærileg menntun
  • Reynsla af sambærilegum verkefnum æskileg
  • Góð tölvukunnátta og bókhaldsþekking 
  • Gott vald á íslensku og ensku í máli og riti er nauðsynleg
  • Lipurð í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

Dalvíkurbyggð er 2000 íbúa sveitarfélag við utanverðan Eyjafjörð. Umhverfi er sérlega fjölskylduvænt, atvinnulíf, þjónusta og menningarlíf mjög öflugt og fjölbreytt. Aðstæður til útivistar og íþróttaiðkunar eru með því besta og fjölbreytilegasta sem gerist hér á landi sumar jafnt sem vetur. Hitaveita er í öllum þéttbýliskjörnum, ódýr upphitun og frábær sundaðstaða. Samgöngur eru góðar, aðeins hálftíma akstur er til Akureyrar. Grunnskólar og leikskólar eru framsæknir og vel búnir.

Umsjón með starfinu hefur Eva Hrund Einarsdóttir (eva@mannafl.is) hjá Mannafli Akureyri. Umsóknarfrestur er til og með 3. október n.k. Umsækjendur eru beðnir að sækja um starfið á heimsíðu Mannafls (www.mannafl.is ).