Starf án staðsetningar - Verkefnastjóri í stafrænni umbreytingu

Starf án staðsetningar - Verkefnastjóri í stafrænni umbreytingu

Á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga er nú leitað að framsýnum og metnaðarfullum einstaklingi í starf sérfræðings hjá stafrænu umbreytingarteymi sem vinnur með sveitarfélögunum.

 

Viðkomandi mun taka virkan þátt í uppbyggingu sameiginlegra -innviða, gagnahögun og nýtingu gagna fyrir sveitarfélögin. Viðkomandi þarf að hafa skýra sýn á þau tækifæri sem stafræn umbreyting felur í sér, frumkvæði og metnað til að sýna árangur og kraft til að hrinda breytingum í framkvæmd. Viðkomandi þarf að hafa hæfni í samskiptum og samvinnu, getu til að taka ákvarðanir, auk þess að hafa reynslu og metnað til að ná árangri í þágu sveitarfélaganna og samfélagsins. 

Um er að ræða full starf óháð staðsetningu í stafrænum umbreytingarteymi sem starfar innan Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Verkefnastjórnun stafrænna verkefna fyrir sveitarfélög með áherslu á stafræna innviði og gagnahögun.
  • Ávinningsmat og forgangsröðun verkefna. Áætlanagerð og áhættustýring verkefna sem snúa að sameiginlegri innviðauppbyggingu á sviði upplýsingatækni.
  • Stuðla að bættri hagnýtingu gagna og upplýsingatækni í rekstri sveitarfélaga.
  • Leiða vinnu að mótun tæknistefnu sem styður við sameiginlega stefnu sveitarfélaga um stafræna umbreytingu.
  • Fylgja eftir og miðla sjónarmiðum sveitarfélaga á sviði upplýsingatækni.

Hæfnikröfur

  • Háskólapróf eða sambærileg menntun.
  • Þekking og reynsla af uppbyggingu upplýsingatæknimála og stafrænni umbreytingu.
  • Geta til að stýra verkefnum, setja upp skipulag og áætlanir.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og geta til að koma skoðunum, upplýsingum og röksemdarfærslum frá sér á skýran hátt.
  • Greiningarhæfni og túlkun gagna og upplýsinga og geta til að setja fram á skiljanlegan hátt.
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri.
  • Yfirsýn og þekking á markaðsþróun upplýsingatæknimála og tækifærum.
  • Mjög góð færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku, auk kunnáttu í einu Norðurlandamáli.

Starfsaðstaða

Föst starfsaðstaða getur verið utan höfuðborgarsvæðisins, að þeirri forsendu uppfylltri að mögulegt verði að tryggja fullnægjandi starfsaðstöðu nærri heimili umsækjanda en einnig á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga í Reykjavík.

Frekari upplýsingar um starfið


Nánari upplýsingar veitir Fjóla María Ágústsdóttir, leiðtogi stafræns umbreytingarteymis, netfang: fjola@samband.is eða Valur Rafn Halldórsson sviðsstjóri rekstrar- og útgáfusviðs, netfang: valur@samband.is eða í síma 515-4900.

Samband íslenskra sveitarfélaga er framsækinn vinnustaður sem býður upp á opið vinnuumhverfi, samheldinn starfsmannahóp og skapar starfsmönnum gott svigrúm til starfsþróunar. Samband íslenskra sveitarfélaga er heilsueflandi vinnustaður og leggur ríka áherslu á að vinnustaðurinn sé fjölskylduvænn. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu og kost á fjarvinnu eftir því sem við á. Umsækjendum er bent á að frekari upplýsingar um Samband íslenskra sveitarfélaga eru á heimasíðunni, www.samband.is. Þar er einnig að finna starfslýsingu fyrir starfið og mannauðsstefnu sambandsins.

Ferilskrá og kynningarbréf, merkt „Umsókn um starf verkefnisstjóra í stafrænni umbreytingu“, berist eigi síðar en mánudaginn 24. janúar nk. til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30, pósthólf 8100, 128 Reykjavík, eða í tölvupósti til samband@samband.is.