Stækkun smábátahafnar á Dalvík

Í lok apríl auglýsti Hafnastjórn Dalvíkurbyggðar eftir tilboðum í stækkun smábátahafnar á Dalvík. Verkið felst í dýpkun, grjótvörn, steypu landstöpuls og uppsetningu flotbryggju. Tilboð í verkið voru opnuð 15. maí, í Ráðhúsinu á Dalvík.

Eftirtaldir buðu í verkið:


Árni Helgason ehf.                   kr. 25.231.700
Dalverk eignarhaldsf. ehf.         kr. 23.103.420
Katla ehf.                                 kr. 26.988.500
Steypustöðin ehf.                      kr. 23.833.500


Kostnaðaraáætlun hönnuða var kr. 26.351.250

Tilboð hafa verið yfirfarin af Siglingastofnun sbr. bréf dags. 16.05.2012 og hefur hafnastjórn samþykkt að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Dalverk eignarhaldsfélag ehf.