Stækkun Hóla- og Túnahverfis
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar samþykkti þann 21.ágúst sl. að auglýsa breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1.mgr. 36.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin tekur til svæðis sem merkt er 314-ÍB í aðalskipulagi og felur í sér stækkun íbúðarsvæðis um 0,5 ha vegna áforma um nýja götu og 6-10 nýjar íbúðir í einbýlis- og parhúsum.
Skipulagstillöguna má nálgast hér.
Samhliða er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis skv. 41.gr. skipulagslaga. Tillagan felur í sér eftirfarandi:
- Lóðir nr. 8 og 10 við Skógarhóla eru felldar út af deiliskipulagi.
- Lögð er ný gata til norðurs frá Skógarhólum og fær hún heitið Birkihólar.
- Skilgreindar eru þrjár nýjar einbýlishúsalóðir og tvær nýjar parhúsalóðir við Birkihóla.
Deiliskipulagstillöguna má nálgast hér.
Skipulagstillögurnar verða jafnframt aðgengilegar í afgreiðslu á 1.hæð í ráðhúsi Dalvíkur frá 9.október til 30.nóvember nk. Á sama tíma má nálgast tillögurnar á Skipulagsgátt: skipulagsgatt.is undir málum nr. 329/2024 og 853/2025.
Athugasemdum þar sem nafn, heimilisfang og kennitala sendanda kemur fram má skila á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is, bréfleiðis til Framkvæmdasviðs, Ráðhúsi, 620 Dalvík eða í gegnum Skipulagsgátt til og með 30.nóvember 2025.
Skipulagsfulltrúi