Staða íþrótta- og æskulýðsfulltrúa laus til umsóknar

Dalvíkurbyggð óskar eftir að ráða metnaðarfullan og drífandi aðila í starf íþrótta- og æskulýðsfulltrúa. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi er einn af lykilstjórnendum sveitarfélagsins. Mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfssvið:

  • Rekstur og ábyrgð á starfsemi íþróttamannvirkja og tjaldsvæðis
  • Yfirumsjón með starfsemi félagsmiðstöðvar
  • Áætlanagerð og eftirfylgni með áætlunum
  • Stefnumótun og stjórnun starfsfólks
  • Umsjón með ýmsum hátíðarhöldum
  • Aðkoma að menningartengdum verkefnum og fjölmenningarlegu starfi
  • Mikil samskipti og samvinna við hagsmunaaðila

Menningar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla og áhuga á störfum með börnum og ungmennum
  • Reynsla af stjórnun og stjórnsýslu æskileg
  • Frumvæði, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð tölvuþekking
  • Góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli
  • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Hreint sakavottorð

Umsjón með stafinu hafa Jónína Guðmundsdóttir jonina.gudmundsdottir@capacent.is og Jóna Björk Sigurjónsdóttir jona.sigurdardottir@capacent.is hjá Capacent ráðningum. Umsóknarfrestur er til og með 16.október næstkomandi. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga www.capacent.is. Umsóknum eiga að fylgja ítarlegar starfsferilskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.