SSNE hlýtur styrk úr C.01 - sérstök verkefni sóknaráætlanasvæða

SSNE hlýtur styrk úr C.01 - sérstök verkefni sóknaráætlanasvæða

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) hlutu á dögunum 35.000.000 kr. styrk sem dreifist á næstu 3 árin til uppbyggingar Friðlandsstofu, anddyris Friðlands Svarfdæla í Dalvíkurbyggð. Friðlandsstofa er verkefni sem sveitarstjórn hefur unnið að í nokkurn tíma og er sprottið af því að finna nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla.

Nánari upplýsingar um verkefnið C.01 er að finna í aðgerðaráætlun byggðaáætlunar 2018-2024

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem veittir eru til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Alls bárust 28 umsóknir og sótt var um samtals kr. 777.370.250,- fyrir árin 2020-2023. Þriggja manna valnefnd fór yfir umsóknirnar og gerði tillögur til ráðherra.

Verkefnin sem hljóta styrk eru:

Nýsköpunarnet Vesturlands. Umsækjandi SSV. Umsóknin fékk 255,6 stig og hlýtur styrk að upphæð kr. 19.000.000,- sem skiptist þannig: 11.000.000,- á árinu 2021 og 8.000.000,- 2022.

Hraðið. Umsækjandi SSNE. Umsóknin fékk 241,5 stig og hlýtur styrk að upphæð kr. 19.000.000,- á árinu 2021.

Vínlandssetur í Dalabyggð. Umsækjandi SSV. Umsóknin fékk 235,6 stig og hlýtur styrk að upphæð kr. 5.300.000,- á árinu 2020.

Friðlandsstofa – anddyri friðlands Svarfdæla í Dalvíkurbyggð. Umsækjandi SSNE. Umsóknin fékk 232,6 stig og hlýtur styrk að upphæð kr. 35.000.000,- sem skiptist þannig: kr. 10.000.000,- á árinu 2021, kr. 15.000.000,- árið 2022 og kr. 10.000.000,- árið 2023.

Hitaveita í Hrútafirði, mat á jarðhitasvæði og hugsanleg stækkun hitaveitu. Umsækjandi SSNV. Umsóknin fékk 230,9 stig og hlýtur styrk að upphæð um kr. 7.200.000,- á árinu 2021.

Austurland – áfangastaður starfa án staðsetningar. Umsækjandi SSA. Umsóknin fékk 230,8 stig og hlýtur styrk að upphæð kr. 8.000.000,- á árinu 2021.

Gróðurhús í Öxarfirði. Umsækjandi SSNE. Umsóknin fékk 222,1 stig og hlýtur styrk að upphæð kr. 2.000.000,- á árinu 2021.

Skipaþjónustuklasi á Suðurnesjum. Umsækjandi SSS. Umsóknin fékk 219,6 stig og hlýtur styrk að upphæð kr. 8.000.000,- á árinu 2021.

Sól í sveit – tóvinna, textíll og ferðamenn. Umsækjandi SSNV. Umsóknin fékk 208,3 stig og hlýtur styrk að upphæð kr. 6.000.000,- á árinu 2021.