Spor kvenna, síðasta sýning í Bergi

Nú stendur yfir í Bergi síðasta örsýningin í sýningarfloknum Spor kvenna sem byggðasafnið Hvoll stendur fyrir. Að þessu sinni er fjallað um ráðskonuna Soffíu Gísladóttur frá Hofi. Verkefnið er samvinnuverkefni byggðasafnsins Hvols og Margrétar Guðmundsdóttur sagnfræðings en hún ritar texta um viðkomandi konur.  

Sunnudaginn 19. júní kl. 14:00 mun safnið síðan opna sýningu á byggðasafninu Hvoli með öllum tólf konunum sem markað hafa spor í samfélaginu okkar.

Allir hjartanlega velkomnir, léttar veitingar í boði