Spennandi námskeið í Námsverinu

Námsverið á Dalvík er nú að fara á fullt með sína starfsemi og þegar komin skemmtileg og spennandi dagskrá fyrir haustönn 2009. Háskólastoðir eru byrjaðar en það er ný námsleið sem menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi til styttingar náms í framhaldsskóla til allt að 48 eininga. Grunnmenntaskólinn er einnig að fara af stað en tilgangur skólans er að stuðla að jákvæðu viðhorfi til áframhaldandi náms og auðvelda fólki að takast á við ný verkefni.

Ýmis spennandi námskeið verða í boði svo sem norska, ítalska, enska fyrir byrjendur, íslenskunámskeið fyrir útlendinga, tölvur og netið fyrir eldri borgara og taulitun og tauþrykk og margt margt fleira.

Námskeiðsúrvalið í heild sinni ásamt námskeiðslýsingum er að finna á þessari upplýsingasíðu. Frekari upplýsingar veitir Helgi Svavarsson, verkefnisstjóri, sími 865 7571 eða á netfanginu helgis@simey.is