Sparisjóðurinn gefur endurlífgunartæki

Sparisjóðurinn gefur endurlífgunartæki

Sparisjóður Svarfdæla færði sl. þriðjudag Sundlaug Dalvíkur og Heilsurækt,
endurlífgunartæki sem kostar fjórðung úr milljón.

Að sögn Bjarna Gunnarssonar íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er um mjög
fullkomið tæki að ræða, en um leið er það einfalt í notkun.
Ef grunur leikur á hjartastoppi er tækið tengt við sjúklinginn á tveimur
stöðum og síðan leiðir það starfsmanninn í gegnum endurlífgunarferilinn
skref fyrir skref bæði með munnlegum skipunum og á myndrænan hátt, og
ráðleggur hvað gera skuli næst.

Bjarni segir að allir starfsmenn sundlaugarinnar muni fara á námskeið til að
læra að nota tækið. "Þetta tæki mun veita starfsfólkinu hér aukið öryggi við
björgun, því það er ekki alltaf auðvelt að meta hver fyrstu viðbrögð eiga að vera,
en með aðstoð tækisins verður mun einfaldara að meta það."

Auk þess að nýtast sundlauginni og heilsuræktinni, mun það nýtast í tengslum
við íþróttavöllinn, og í raun víðar ef þörf krefur.

Talið er að fjöldi þeirra sem deyja skyndidauða utan sjúkrahúsa sé á bilinu
120-140 á ári og í 80% tilvika hjá fullorðnum er um hjartastopp að ræða.
Svona tæki getur því að aukið lífslíkur þeirra sem fara í hjartastopp
utan sjúkra húsa, enda skiptir meðhöndlun fyrstu mínúturnar meginmáli.

Frétt og mynd úr Bæjarpóstinum/Tröllaskagatíðindum Bt/Tt


Mynd:
Jónas Pétursson og Friðrik Friðriksson, sparisjóðsstjóri afhentu Bjarna
Gunnarssyni  íþrótta- og æskulýðsfulltrúa nýja tækið í heita pottinum.