Spá veðurklúbbsins fyrir maí

Klúbbfundur veðurklúbbsins á Dalbæ var haldinn úti í sól og blíðu og töldu félagar aprílspána hafa gengið eftir. Fyrri hlutimaí ætti að vera góður en klúbbfélagar töldu einhverjar líkur á hreti um hvítasunnuna, þó ekki mjög slæmu. Sumar og vetur frusu saman, sem þeir segja gott. Maítunglið kviknar í V.N.V. þann 16.maí og hugsanlega verður minna um sunnanáttir seint í mánuðinum. Klúbbfélagar senda sauðburðarkveðju.