Sorptunnudreifing

Sorptunnudreifing

Nú hafa allir íbúar á Dalvík, Hauganesi og Árskógssandi fengið afhentar nýjar sorptunnur og leiðbeiningar með þeim. Um síðustu helgi var tunnum dreift til íbúa í dreifbýli á Árskógsströnd. Í gær var svo hafist handa við dreifingu í Svarfaðardal og mun hún taka einn til tvo daga. Tunnuafhendingin hefur ekki gengið eins hratt og vonast var til í upphafi og er það miður. Ef einhverjar spurningar vakna í sambandi við sorphirðuna eða flokkkun sorpsins hafið þá samband við umhverfis- og tæknisvið. Við þökkum íbúum fyrir góðar viðtökur, jákvæðni og þolinmæði í þessu ferli.

Á myndinni hér til hliðar má sjá undirbúning fyrir dreifingu á tunnunum en hér er verið að setja þær saman.