Söngkeppni SAMFÉS

Söngkeppni SAMFÉS, norðurlandshlutakeppni haldin á Ólafsfirði

Sl. föstudag var haldin söngkeppni fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára í félagsheimilinu Tjarnarborg Ólafsfirði. Um er að ræða landshlutakeppni á vegum SAMFÉS (samtök félagsmiðstöðva á Íslandi), sem Ólafsfjörður og Dalvík héldu sameiginlega og áttu norðanmenn 5 sæti í úrslitakeppninni sem fram fer laugardaginn 4. mars í íþróttahúsi Mosfellsbæjar, Varmá.

Á 5. hundrað manns mættu til Ólafsfjarðar til að hvetja sitt fólk og fjölgaði þar með höfðatölu Ólafsfirðinga um 50% á einu kvöldi.

Fór keppnin að öllu leyti mjög vel fram og þrátt fyrir mjög mikinn fjölda er vert að taka það fram að krakkarnir voru sér og sinni félagsmiðstöð til sóma.

Að lokinni keppni var haldið ball fyrir og var það Akureyrarsveitin SENT sem spilaði fyrir dansi. Mótshaldarar vilja koma á framfæri þökkum til strákanna í SENT fyrir að spila fyrir okkur þrátt fyrir miklar annir, þeir stóðu sig frábærlega og voru börnin sérstaklega ánægð með að fá að heyra í þeim aftur, er þetta annað árið í röð sem SENT spilar á norðurlandshlutakeppni SAMFÉS.

Á heimasíðu félagsmiðstöðvarinnar "Tunglið", www.olafsfjordur.is/felo er að finna myndir og videoklippur af keppninni og ballinu.

Eftirtaldar félagsmiðstöðvar fengu sæti í úrslitakeppninni og keppa í Mosfellsbæ 4. mars:

Pleizið Dalvík
Óríon Hvammstanga
Oddféló Akureyri
Tunglið Ólafsfirði
Félund Akureyri