Sól tekin að hækka á lofti

Sól tekin að hækka á lofti

Nú er sól farin að hækka á lofti og daginn tekinn að lengja á nýjan leik. Náttúran tekur sannarlega fagnandi á móti aukinni birtu sem sést meðal annars í litríku skýjafari. Þessi mynd er tekin yfir smábátahöfnina í morgun og má með sanni segja að náttúran skarti sínu fegursta og litadýrðin eftir því.