Söguskjóðurnar

Söguskjóðurnar
Foreldraverkefnið Söguskjóður fór af stað síðasta fimmtudag í Krílakoti. Þrettán foreldrar, bæði frá Kátakoti og Krílakoti eru skráðir til leiks og er það mikið gleðiefni. Foreldrarnir byrjuðu að vinna saman í litlum hópum að gerð „Söguskjóða“ tengdum barnabókum og margar góðar hugmyndir spruttu fram.
Foreldrar eru enn velkomnir að skrá sig í verkefnið og ef þið hafið áhuga hafið þá samband við leikskólastjórana.
Vinnan að verkefninu fer fram á fimmtudögum kl. 16.15-17.45 og boðið er upp á barnagæslu í öðru rými leikskólans meðan á vinnunni stendur.
Sjá myndir í myndasafni