Söfnun jólatrjáa til urðunar

Næstkomandi mánudag, 8. janúar, mun bíll fara um Dalvík, Hauganes og Árskógssand og hirða upp jólatré sem komið hefur verið fyrir út  við lóðamörk. Þeir sem ekki nýta sér þessa þjónustu er bent á þar til gerða gáma eða svæði fyrir garðaúrgang. Víða í bænum er einnig mikið rusl eftir flugelda og eru þeir sem í hlut eiga beðnir um að hreinsa upp eftir sig sem fyrst.