Söfnun fyrir fjölskylduna í Stærri- Árskógi

Vinir og vandamenn fjölskyldunnar í Stærri Árskógi hafa opnað reikning til styrktar fjölskyldunni en eins og mörgum er kunnugt brunnu öll gripahúsin þar um helgina og hátt í 200 nautgripir drápust. Þeir sem vilja leggja fjölskyldunni lið er bent á reikning í Sparisjóði Norðlendinga nr. 1145-15-520040 og kennitala Guðmundar Geirs Jónssonar, bónda á Stærra- Árskógi, er 150172-3069. Margt smátt gerir eitt stórt.