Söfnun á jólatrjám og tiltekt á nýju ári

Þriðjudaginn 8. janúar, fyrir hádegi, verður farið um Dalvík, Hauganes og Áskógssand og jólatré hirt upp sem komið hefur verið fyrir út við lóðamörk. Einnig væri gott ef allir hjálpuðust að við að hreinsa til eftir rakettugleði áramótanna. En mikið er um pappa og rakettuprik um allt byggðalag, á götum og opnum svæðum. Tökum höndum saman, hreinsum til og hendum draslinu í þar til gerða gáma á gámasvæðinu. Gámasvæðið er opið virka daga frá 15 - 19 og á laugardögum frá 11 - 14. Allar frekari upplýsingar um hreinsunina gefur garðyrkjustjóri í síma 898-3490.