Snjórinn á Dalvík í fréttum Stöðvar 2

Björn Þorláksson fréttamaður Stöðvar 2 gerði frétt um snjóinn á Dalvík í gær. Hann sagði að á Dalvík væri sennilega mesti snjór í þéttbýli á Íslandi í dag. Skíðasvæðið í Böggvistaðafjalli opnaði fyrst allra skíðasvæða á landinu og voru skíðafélagsmenn í skýjunum yfir því ásamt krökkunum sem hafa verið dugleg að skella sér á skíði í október.

Fréttina á Stöð 2 má sjá hér