Snjór á vergangi – ábending frá Eigna- og framkvæmdadeild

Snjór á vergangi  – ábending frá Eigna- og framkvæmdadeild

Sveitarfélaginu hafa borist kvartanir frá íbúum sveitarfélagsins þar sem dæmi eru um að mokstur við húsnæði og á bifreiðastæðum í sveitarfélaginu heftir ferðir og aðgengi íbúanna.
Eigna- og framkvæmdadeild beinir þeim tilmælum til fasteignaeigenda og íbúa að tryggja að frágangur og losun á snjó verði ekki til þess að framkalla hindranir fyrir nágranna og vegfarendur almennt. Mikilvægt er að koma þessum skilaboðum til þeirra sem fengnir eru til verksins, þegar við á.

Jafnframt þarf að horfa til þess að ekki sé bætt við snjóalögum, sérstaklega á svæðum sem sveitarfélagið er búið að hreinsa og láta moka.