Snjómokstur heldur áfram

Snjómokstur heldur áfram

Haldið verður áfram að moka götur og vegi sveitarfélagsins í dag, miðvikudaginn 9. febrúar, en snjómokstur hefur verið í fullum gangi bæði í gær og í morgun.

Íbúar sveitarfélagsins eru sérstaklega beðnir um að passa að bílum sé ekki lagt á stöðum sem gætu truflað mokstur og einnig biðjum um að allir gæti þess að börn séu ekki að leik í snjóruðningum eða sköflum þar sem búast má við að stórvirk snjómoksturtæki eigi eftir að fara um.