Snædís vinnur eftirréttarkeppni ársins

Snædís vinnur eftirréttarkeppni ársins

Dalvíkingurinn Snædís Xyza Mae Jónsdóttir gerði sér lítið fyrir í síðustu viku og sigraði keppnina Eftirréttur ársins sem haldin er í Perlunni en Sædís keppti þar fyrir hönd Hótel Sögu. Keppnin í ár var hörð og mjótt á munum en Snædís gerði sér lítið fyrir, skaut öðrum keppendum ref fyrir rass og sigraði. Þess má einnig geta að Snædís er fyrsta konan sem vinnur þessa keppni.

EftirréttarKeppnin fór fram í Perlunni, eins og áður sagði, en það er Garri sem stendur fyrir henni og hefur orðstír hennar vaxið ár frá ári og vakið verðskuldaða athygli í faginu.