Slys í sundlaugum - verum varkár!

Vegna slyss sem varð í sundlauginni á Flúðum á dögunum vill íþrótta- og æskulýðsfulltrúi ásamt starfsfólki sundlaugarinnar minna á nokkur atriði sem snerta öryggi sundgesta:

Þegar gengið er úr búningsklefum í Sundlaug Dalvíkur þá er komið að grynnri enda laugarinnar. Þar er dýpi 95 cm.

  • Það er stranglega bannað að stinga sér til sunds af bakka grynnri enda í Sundlaug Dalvíkur svo og eru dýfingar af langhliðum bannaðar.
  • Við grynni er skilti með merkingu þar sem fram kemur dýpi og að það sé bannað að stinga sér.
  • Við biðjum gesti að virða þessa reglu, foreldra biðjum við  að upplýsa börn sín og vera þeim góð fyrirmynd með því að virða regluna.

Tryggjum öryggi okkar og annarra með því að fylgja reglum, sýna aðgát og vera góð fyrirmynd.