Skráning nemenda í vinnuskóla í gegnum Mína Dalvíkurbyggð

Að gefnu tilefni er það tekið fram að allir þeir nemendur sem ætla að sækja um í vinnuskólanum í sumar þurfa að sækja Íslykil til að geta skráð sig á Mína Dalvíkurbyggð. Hann er hægt að nálgast við skráningu inn í Mína Dalvíkurbyggð, eða á www.island.is.

Þegar komið er inn í mína Dalvíkurbyggð er notað formið „Atvinnuumsókn“.


Athugið að foreldrar geta ekki sótt um í gegnum sinn Íslykil, þar sem skráning verður sjálfkrafa á kennitölu þess sem skráir sig inn á Mína Dalvíkurbyggð.

Nánari upplýsingar veitir undirritaður,

Gísli Rúnar Gylfason
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Dalvíkurbyggðar
gislirunar@dalvikurbyggd.is