Skólastarf að hefjast á ný

Skólastjórnendur og annað starfsfólk Grunnskóla Dalvíkurbyggðar (Dalvíkurskóli og Árskógarskóli) hefur að undanförnu undirbúið nýtt skólaár og skulu nemendur Dalvíkurskóla mæta í skólann föstudaginn 25. ágúst kl. 10:00. Nemendum er skipt niður á svæði skólans eftir því sem hér segir:

  • Nemendur í 8. - 10. bekk koma inn um aðalinngang
  • Nemendur í 5. - 7. bekk koma inn um innganga 3. og 4.
  • Nemendur í 2. - 4. bekk koma inn um innganga 1. og 2.
  • Nemendur í Árskógarskóla mæta allir kl. 11:00

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá 28. ágúst en nemendur fá afhentan innkaupalista og stundaskrá þegar þeir mæta þann 25. ágúst.

Nemendur sem eru að fara í 1. bekk í Dalvíkurskóla verða boðaðir til viðtals í skólanum 28. og 29.  ágúst.

Rútur fyrir nemendur sem eru að koma í Dalvíkurskóla        

Frá Hæringsstöðum kl. 9:30

Frá Þverá kl. 9:25

Frá Hauganesi kl. 9:30