Skólaslit í Grunnskóla Dalvíkurbyggðar 3. og 4. júní

Nú er komið að skólalokum í Grunnskóla Dalvíkurbyggðar og er allri kennslu lokið, síðasti nemendadagur var í gær, miðvikudaginn 2. júní.

Skólaslit verða sem hér segir:

Árskógarskóli:
Fimmtudaginn 3. júní
1. – 8. bekkur   kl. 18:00

Dalvíkurskóli:
Föstudaginn 4. júní 
1. – 4. bekkur   kl. 11:00
5. – 8. bekkur   kl. 13:00
9. – 10. bekkur kl. 20:30

Skólaslit Dalvíkurskóla fara fram í hátíðarsal skólans.

Á skólaslitum hjá 9. og 10. bekk eru nemendur í  10. bekk útskrifaðir úr Dalvíkurskóla . 
Hefð er fyrir því að veita nemendum viðurkenningar  fyrir bestan námsárangur í ýmsum námsgreinum.
Einnig er íþróttamaður Dalvíkurskóla valinn.
Að lokinni útskrift bjóða foreldrar og nemendur 9. bekkjar upp á kaffi.

Ef foreldrar hafa einhverjar spurningar á þessum tímamótum
varðandi sitt barn geta þeir haft samband við umsjónarkennara.

Að lokum viljum við starfsfólk Grunnskóla Dalvíkurbyggðar þakka
foreldrum gott samstarf á skólaárinu og óskum foreldrum og nemendum gleðilegs sumars.

Skóladagatal næsta skólaárs verður sett á heimasíðu skólanna.

Starfsfólk Grunnskóla Dalvíkurbyggðar