Skólar í heimsókn

Skólar í heimsókn

Töluvert hefur verið um skólaheimsókninr á sýninguna Friðland fuglanna og í Friðland Svarfdæla að undanförnu. Skólahópar hafa að undanförnu komið í fuglaferðir frá Hrafnagilsskóla og Þelamerkurskóla og síðasta föstudag komu 2. og 3. bekkur Dalvíkurskóla ásamt kennurum sínum. Eins hafa kennarahópar komið við í óvissuferðum. Hópur kennara frá Verkmenntaskólanumn á Akureyri kom á þriðjudaginn og á föstudag komu kennarar frá Tónlistarskóla Eyjafjarðar, borðuðu súpu hjá Sigurbjörgu Snorradóttir og fengu síðan fyrirlestur um friðlandið og leiðsögn um sýninguna.