Skólamál í Árskógi - íbúafundur

Íbúafundur um skólamál í Árskógi var haldinn síðastliðinn mánudag, 26. september,  í félagsheimilinu þar. Kynntar voru tillögur vinnuhóps að breytingum á skólahaldi þar. Líflegar umræður áttu sér stað um breytingarnar en almennt ríkti jákvæðni íbúa Strandarinnar fyrir þeim. Hægt er að skoða kynninguna á tillögunum á glærum á svæði um Skólamál í Árskógi hér á heimasíðunni.

Áhugafólk er hvatt til að senda ábendingar og spurningar varðandi tillögurnar ekki seinna en fimmtudaginn 29. september 2011 á netfangið helgabjort@dalvikurbyggd.is