Skólahreysti - Dalvíkurskóli í úrslit

Mynd úr útsendingu RÚV frá Berglindi Björk Stefánsdóttur. 
Fv. Máni Dalstein, Markús Máni, Ása Eyfj…
Mynd úr útsendingu RÚV frá Berglindi Björk Stefánsdóttur.
Fv. Máni Dalstein, Markús Máni, Ása Eyfjörð, Allan Ingi, Gyða og Íris Björk.

Í gærkvöldi, þriðjudaginn 4. maí, var bein útsending frá undankeppni í Skólahreysti. Í Skólahreysti keppa nemendur í grunnskólum landsins sín á milli í hinum ýmsu greinum sem reyna á kraft, styrk og þol keppenda. 

Fyrstu tveir riðlarnir fóru fram í Íþróttahöll Akureyrar. 
 
Tíu skólar frá Akureyri og úr sveitum og bæjum í kring öttu kappi í seinni riðli dagsins, riðillinn var afar jafn og spennandi en það var lið Dalvíkurskóla sem náði sigrinum sem og rétti til að keppa í úrslitum Skólahreysti 2021 sem fram fara í Reykjavík þann 29. maí nk. 

Í liði skólans voru þau Allan Ingi, Ása Eyfjörð, Íris Björk,  Gyða, Markús Máni og Máni Dalstein.
Krakkarnir stóðu sig með stakri prýði og voru Dalvíkurskóla svo sannarlega til mikils sóma. Við óskum krökkunum úr Dalvíkurskóla innilega til hamingju með sigur gærdagsins og hvetjum þá sem ekki höfðu tækifæri til í gær, að horfa á upptökuna í tímaflakki eða á vefspilaranum á RÚV.