Skóflustunga að nýju frystihúsi Samherja á Dalvík

Skóflustunga að nýju frystihúsi Samherja á Dalvík

Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýju frystihúsi Samherja á Dalvík en það voru leikskólabörn af leikskólanum Krílakoti á Dalvík sem áttu heiðurinn að skóflustungunni ásamt starfsfólki Samherja þeim Sigurði Jörgen Óskarssyni vinnslustjóra á Dalvík, Gesti Geirssyni framkvæmdastjóra landvinnslu og Ragnheiði Rut Friðgeirsdóttur gæðastjóra á Dalvík. 

Undanfarið hefur verið unnið að landfyllingu á svæðinu og er henni nú að mestu lokið en þann 12. maí 2017 síðastliðinn var skrifað undir lóðaleigusamning á milli Dalvíkurbyggðar og Samherja. Við það tilefni kom fram að með þeim samningi væri stigið stórt skref í átt að nýrri og fullkomnari vinnslu Samherja á Dalvík. Við sama tilefni kom fram í máli Þorsteins Más að með nýrri vinnslu á Dalvík og smíði Björgúlfs EA væri Samherji að fjárfesta í veiðum og vinnslu á Dalvík fyrir a.m.k. 6.000 milljónir króna. 

Svæðið er nú tilbúið fyrir næsta áfanga framkvæmdarinnar en það eru AVH arkitektar á Akureyri sem eru hönnuðir nýja hússins. 

Nýtt frystihús Samherja á Dalvík