Skipulagslýsingar fyrir ný íbúðasvæði í Dalvíkurbyggð

Skipulagslýsingar fyrir ný íbúðasvæði í Dalvíkurbyggð

Skipulagslýsingar fyrir ný íbúðasvæði í Dalvíkurbyggð
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar kynnir skv. 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, skipulagslýsingar fyrir eftirtalin skipulagsverkefni, þar sem markmiðið er skipuleggja blandaða íbúðabyggð á umræddum svæðum með traustum innviðum, aðgengilegum almenningssvæðum og fjölbreyttum sérbýlishúsakostum:

Árskógssandur – nýtt deiliskipulag fyrir íbúðabyggð
Skipulagssvæðið afmarkast af reitum ÍB-705-707 í aðalskipulagi. Þá er jafnframt gert ráð fyrir að óbyggðu svæði Ó-702 verði breytt í íbúðasvæði. Sú breyting kallar á breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og tekur skipulagslýsingin jafnframt til þeirrar vinnu.
Skipulagslýsingu má nálgast hér.

Böggvisbraut – nýtt deiliskipulag fyrir íbúðabyggð
Skipulagssvæðið afmarkast af reit sem merktur er ÍB-202 í aðalskipulagi.
Skipulagslýsingu má nálgast hér.

Suðursvæði Dalvíkur – nýtt deiliskipulag fyrir íbúðabyggð
Skipulagssvæðið afmarkast af reit ÍB-405 í aðalskipulagi.
Skipulagslýsingu má nálgast hér.

Skipulagslýsingarnar verða jafnframt aðgengilegar í Ráðhúsi Dalvíkur og á Skipulagsgátt: skipulagsgatt.is frá 30.janúar -13.febrúar 2024.

Hægt er að skila inn ábendingum um lýsingarnar á netfangið dalvikurbyggd@dalvikurbyggd.is, bréfleiðis til Framkvæmdasviðs, Ráðhúsi, 620 Dalvík eða í gegnum Skipulagsgátt til og með 13.febrúar 2024.

 

Skipulagsfulltrúi.