Skimað eftir formum í útikennslu

Skimað eftir formum í útikennslu

Í útikennslu í gær 17.09 skelltum við okkur í gönguferð þar sem markmiðið með ferðinni var að finna hin ólíku form í umhverfinu. Ekki voru börnin í vanda með það og fundu fullt af formum sem við festum á mynd. Þá lærðu börnin einnig og hjálpuðust að við það að mynda form úr sér sjálfum. Sjá má fleiri myndir úr kennslunni undir myndasíðunni okkar