Skíðanámskeið fyrir fatlaða í Hlíðarfjalli

Dagana 13.-15. febrúar næstkomandi verður haldið skíðanámskeið í Hlíðarfjalli á Akureyri fyrir fatlaða á vegum ÍF og VMÍ í samstarfi við Winter Park. Íslenskir leiðbeinendur og aðstoðarfólk verða á staðnum og þeim til ráðgjafar verður Beth Fox, frá Winter Park í Colorado. Hún mun einnig veita ráðgjöf varðandi val á útbúnaði s.s. skíðasleðum sé áhugi á að kaupa slík tæki. Opinn kynningarfundur um skíðamennsku og útivist fatlaðra verður haldinn föstudagsvöldið 13. febrúar kl. 18 í Íþróttahöllinni Akureyri. Þátttakendur sjá sjálfir um gistingu og fæði. Námskeiðsgjald kr; 5.000 -

Ath. Takmarka þarf þátttökufjölda fatlaðra einstaklinga m.t.t. tækja og fjölda leiðbeinenda.

Dagskrá:
Föstudagur 13. febrúar;
Kl. 12:30 Mæting í Hlíðarfjall. Kynning á útbúnaði og ráðgjöf fyrir skíðakennara, starfsfólk skíðasvæða, þá sem koma á einn eða annan hátt að fötluðum og aðra þá sem áhuga hafa á að kynna sér þessi mál. Reiknað er með að flestir taki einnig þátt í námskeiðinu á laugardag og sunnudag.
Kl.15 Allir þátttakendur helgarinnar mæta í Hlíðarfjall. Fá upplýsingar um námskeiðið og máta skíðabúnað.
Kl. 18 Opinn kynningarfundur um skíðamennsku og útivist fatlaðra í Íþróttahöllinni.
Allir velkomnir

Laugardagur 14. febrúar og sunnudagur 15. febrúar; (9:30 – 16)
Námskeið þar sem fatlaðir einstaklingar / aðstandendur og aðstoðarfólk fá kennslu og ráðgjöf með verklegum æfingum og fræðslu.
Á sunnudeginum kl. 15:30 verður stuttur fundur og námskeiðsslit.


Nánari upplýsingar gefa fulltrúar vetraríþróttanefndar ÍF;
Þröstur Guðjónsson, 896 1147 sporri@internet.is  / Guðný Bachmann, 820 1663 gudnybachmann@hotmail.com


Staðfesta þarf skráningar fyrir 1. febrúar 2009

Vetraríþróttamiðstöð Íslands www.vmi.is  Íþróttasamband Fatlaðra www.ifsport.is  
hliðarfjall@hliðarfjall.is  /4622280 annak@isisport.is  / 5144080