Skíðafélag Dalvíkur fær styrk frá KEA

Skíðafélag Dalvíkur fær styrk frá KEA

KEA hefur veitt Skíðafélaginu á Dalvík fjárstyrk sem ætlaður er til að styðja við snjóframleiðslu á skíðasvæði félagsins í Böggvisstaðafjalli í vetur.
Formaður skíðafélagsins, Óskar Óskarsson, segir aðkomu öflugra styrktaraðila nauðsynlega til að halda snjóframleiðslu gangandi á svæðinu og félagið sé afar þakklátt þeim stuðningi sem KEA hefur sýnt því, en KEA styrkti á sínum tíma Skíðafélagið um 4 mkr. vegna stofnkostnaðar og hefur einnig áður veitt félaginu rekstrarstyrk.
Óskar segir að mikill uppgangur hafi verið hjá skíðafélaginu og iðkendum þess frá því snjóframleiðsla hófst á svæðinu haustið 2005, en frá Dalvík hafa í gegnum tíðina komið margir af þekktustu skíðamönnum landsins.