Skemmtilegur ferðaleikur

Ferðaþjónustan að Árgerði í Dalvíkurbyggð hefur hleypt af stokkunum nýjum ferðamannaleik um Dalvíkurbyggð. Dalvíkurbyggð hvetur þá ferðamenn sem hér eiga leið um að staldra við og taka þátt í leiknum og kynnast í leiðinni fallegri náttúrunni.

Víðs vegar um Dalvíkurbyggð eru GPS punktar sem á að finna og er upplagt að bregða á leik, finna staðina og kynnast um leið nýjum slóðum.
Þegar staðurinn er fundinn skaltu skrifa hjá þér lykilorðið sem þú finnur, fara því næst inn á síðu þeirra í Árgerði, www.argerdi.com og þau senda þér kveðju til staðfestingar.