Skemmtileg umfjöllun RÚV um Skemmtiskutluna á Dalbæ

Skjáskot úr umfjöllun RÚV
Skjáskot úr umfjöllun RÚV

Í kvöldfréttum RÚV í gær var skemmtileg umfjöllun um verkefnið Hjólað óháð aldri á vegum Hjólafærni.  Dalbær er eitt þeirra dvalarheimila sem taka þátt í verkefninu.

Rætt var við Arnar Símonarson sem er fyrrverandi starfsmaður á heimilinu en hann er sannkallaður hjólavinur heimilisins.
Einnig var rætt við Kristján Loft, sem er íbúi á Dalbæ. 

Í fréttinni má sjá þá félaga búa sig undir ferð á hjólinu sem hefur nafnið Skemmtiskutlan.

Umfjöllunina og fréttina má finna hér